11. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Líf af lífi

Þrátt fyrir miklar umræður um erfðafræði síðustu ár er almenn þekking á efninu sumpart brotakennd. Nú er komin út bókin Líf af lífi ? gen, erfðir og erfðatækni þar sem höfundurinn, Guðmundur Eggertsson prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, rekur rannsóknir á erfða­efninu, skýrir hvernig genið er gert úr garði og hvernig það starfar í lifandi frumu. Sagt er frá þeim umdeildu rannsóknaraðferðum sem kenndar eru við erfðafræði og frá hugmyndum manna um að nýta þær aðferðir til lækninga og jafnvel breytinga á erfðaefni mannsins.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica