02. tbl. 91. árg. 2005

Broshorn 55. Beinagrind og barkabólga

Læknisvottorð óþörf

Stórt fyrirtæki sem þekkt var af því að reka harða starfsmannastefnu birti eftirfarandi tilkynningu til starfsmanna:

?Læknisvottorð verða ekki tekin gild framar sem sönnun veikinda. Ef starfsmaður er nógu hress til að fara til læknis þá er hann nógu hress til að mæta í vinnuna.?

Sleipur í ættfræði

Þegar heimilislæknirinn tjáði sig um óvenju rjóðan litarhátt í andliti karlmanns á miðjum aldri sem nýskráður var á heilsugæslustöðina sagði maðurinn:

?Hár blóðþrýstingur, læknir minn, hár blóðþrýstingur. Þetta er í fjölskyldunni.?

?Er það í föður- eða móðurætt þinni?? spurði lækn­irinn.

?Hvorugt,? svaraði maðurinn. ?Þetta kemur úr fjöl­skyldu konu minnar.?

?Hvað meinar þú með því? Hvernig í ósköpunum ætti fjölskylda konu þinnar að geta gefið þér háan blóðþrýsting??

Maðurinn andvarpaði: ?Þú ættir bara að hitta þau einhvern tíma.?

Beinagrind í framsætinu

Bæklunarlæknir í Reykjavík var að flytja úr gömlu húsnæði í nýtt. Allt starfsfólkið var að hjálpa til við flutninginn. Einn af læknariturunum ákvað að taka stóra beinagrind, sem aðallega var notuð til kennslu, með sér í bílinn til þess að hún yrði síður fyrir hnjaski. Beina­grindin var sett í framsætið þannig að hún sat upprétt en annar handleggurinn hékk aftur fyrir sætið.

Á ferð um bæinn var komið að rauðu ljósi. Fólk í bifreið sem stöðvaði við hliðina ætlaði bókstaflega að stara úr sér augun þannig að læknaritarinn sá sig knúna til að skrúfa niður rúðuna og segja: ?Ég er á leiðinni með hana til læknisins.?

Ökumaðurinn í hinum bílnum hallaði sér út um gluggann og sagði grafalvarlegur: ?Mér finnst leitt að þurfa að segja þér frá því, en ég held að það sé of seint.?

Ein með barkabólgu

Eiginmaðurinn hringdi í heimilislækninn og sagði: ?Konan mín virðist komin með barkabólgu og kemur varla upp orði.?

?Komdu með hana til mín á stofuna eftir hádegi og við skulum sjá hvort ekki sé hægt að gera eitthvað fyrir hana,? sagði læknirinn.

?Í rauninni var ég að vona að þú gætir sagt mér hvernig ég gæti seinkað því að henni batni.?

Við dánarbeð eiginmannsins

Sjúklingurinn lá banaleguna. Í eina viku hafði hann dvalið á spítalanum án þess að tekist hefði að finna hvað gengi að honum. Blóðþrýstingurinn var lækkandi, beinmergurinn búinn að gefa sig, nýrun hætt að útskilja og ljóst að hverju stefndi. Læknarnir ákváðu að hætta allri meðferð og leyfa hjónunum að vera í einrúmi meðan maðurinn skildi við.

?Elskan mín, ég verð að segja þér svolítið,? sagði maðurinn veikri röddu. ?Ég hef haldið fram hjá þér með ritaranum mínum undanfarin þrjú ár.?

Konan hallaði sér að manninum og sagði: ?Ég hef vitað um það í nokkurn tíma og það gerir ekkert til.?

?Og ég lét skipta út demantinum í hringnum þínum fyrir óekta stein til að geta keypt mér forláta golfkylfur.? Orðin komu slitrótt og konan skynjaði að maðurinn ætti skammt eftir ólifað.

?Skartgripasalinn var búinn að segja mér frá því og það er líka allt í lagi með það,? sagði konan.

Maðurinn varð blár í framan. ?Og þegar ég fór í svokallaða viðskiptaferð til meginlandsins í síðasta mánuði var ég í rauninni í spilavítum Parísar þar sem ég tapaði öllu sparifénu okkar.?

?Ég var líka búin að komast að því en hafðu engar áhyggjur af því,? hvíslaði konan.

?Þú ert meiri dásemdarmanneskjan,? sagði maðurinn og tók andköf. ?Hvernig getur þú sagt að allt þetta sé í lagi eftir allt sem ég hef gert þér??

Konan leit á dyrnar sem voru lokaðar og hallaði sér síðan enn nær manni sínum og sagði: ?Vegna þess, hjartað mitt, það var ég sem eitraði fyrir þér.?

Áhyggjurnar í rúmið

Jónatan kom til læknis og kvartaði um svefnleysi. Læknirinn skoðaði manninn og fann ekkert óeðlilegt að honum.

?Sko, ef þú ætlar að reyna að fá betri svefn verður þú að hætta að taka áhyggjurnar með þér í rúmið,? sagði læknirinn.

?Já, ég skil það,? sagði Jónatan, ?en konan mín neitar að sofa ein.?



Þetta vefsvæði byggir á Eplica