07/08. tbl. 90.árg. 2004

Heimilislæknaþingið 2004

Á Heimilislæknaþinginu verða bæði frjálsir fyrirlestrar og spjaldaþing. Kynnt­ar verða rannsóknir og rannsóknará­ætl­anir sem tengjast heilsugæslu. Auk þess verða bæði innlendir og erlendir gestafyrirlesarar. Fjallað verð­ur um ýmis fagleg málefni tengd heimilislæknum, bæði í fyrirlestrum og í smærri vinnuhópum.

Þeir sem hafa hug á að kynna rannsóknir/rannsóknaráætlanir skulu senda ágrip til Emils L. Sig­urðssonar,

emilsig@hi.i

s fyrir 1. september næst­komandi. Ágrip skal skrifa á A4-blað með sama sniði og á fyrri þing­um.

Þar skal koma fram tilgangur rannsóknarinnar, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir.

Ágripin verða birt í sérstöku blaði þingsins sem dreift verður til allra lækna á Íslandi.

Aðalfundur FÍH verður haldinn í tengslum við Heim­ilislæknaþingið 2004.

Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu verð­ur auglýst síðar.

Undirbúningsnefndin


Þetta vefsvæði byggir á Eplica